Tvær breytingar til viðbótar á strandveiðifrumvarpi - Landssamband smábátaeigenda

Tvær breytingar til viðbótar á strandveiðifrumvarpi


Eftir 2. umræðu á Alþingi í gær og gærkveldi um strandveiðifrumvarpið, fór það aftur inn í sjávarútvegsnefnd alþingis.

Nefndin afgreiddi frumvarpið frá sér fyrr í dag með tveimur viðbótarbreytingum:

1.  Miðað verður við 800 kg heildarafla á dag af kvótabundnum tegundum en ekki 800 kg af þorski og hlutfallsskorður í ufsa og ýsu.

2.  Róðrartíminn verður 14 klst í stað 12 klst.

Lokaumræða á Alþingi hófst kl. 18:17 og standa enn yfir þegar þetta er ritað, 19:27.  Hægt er að fylgjast með umræðunum í beinni útsendingu á netinu:

http://www.althingi.is/vefur/mp.html

Frumvarpið verður tekið til atkvæðagreiðslu á fimmtudaginn, 18. júní.

1 Athugasemdir

Gott: væri að fá heildar afla á mánuði eða viku í stað 800kg á dag, veður og aflabrögð sjá um hitt.kv BGHG.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...