Hægir á aflabrögðum í strandveiðum - Landssamband smábátaeigenda

Hægir á aflabrögðum í strandveiðum


 

Fiskistofa hefur nú gefið út 404 leyfi til strandveiða.  Í dag höfðu 262 bátar nýtt leyfin og afli þeirra 479 tonn í 836 róðrum eða 572 kg að meðaltali á dag.

 

Skiptingin á einstök svæði var þessi:

Svæði A:            afli 318 tonn            róðrafjöldi 477            meðaltal 667 kg

Svæði B:            afli   35 tonn            róðrafjöldi   77            meðaltal 448 kg

Svæði C:            afli   77 tonn            róðrafjöldi 135            meðaltal 570 kg

Svæði D:            afli   49 tonn            róðrafjöldi 147            meðaltal 333 kg

 

Miðað við aflann sem fékkst á tímabilinu 28. júní - 3. júlí þá hefur meðaltalið á dag lækkað nokkuð og því engin ástæða til að ætla að veiðar stöðvist á svæði A í þessari viku eins og Fiskistofa hafði gefið í skyn að mundi gerast.

 

 

 

 

 

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...