Leyfilegur heildarafli á fiskveiðiárinu 2009/2010 - Landssamband smábátaeigenda

Leyfilegur heildarafli á fiskveiðiárinu 2009/2010Í dag tók Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ákvörðun um leyfilegan heildarafla á næsta fiskveiðiári, 2009/2010.

Tafla 09:10.png

Eins og taflan sýnir er um niðurskurð að ræða í öllum þeim tegundum sem smábátaflotinn byggir á að mestu, þ.e. þorski, ýsu, ufsa og steinbít.  Í fréttatilkynningu ráðuneytisins er tekið fram að inn í heildarafla þorsks er ekki gert ráð fyrir strandveiðum.
Skýringin er sú að strandveiðarnar eru bráðabirgðaákvæði í lögum á yfirstandandi fiskveiðiári.  
Þá er í fréttatilkynningunni getið þess að ráðherra hefur í hyggju að skoða aðrar leiðir varðandi veiðar á skötusel á næsta fiskveiðiári.

Fyrir smábátaeigendur eru þetta slæm tíðindi.  Enn einn niðurskurðurinn ofan í gríðarlegar hækkanir á öllum aðföngum.   
Á undanförnum árum hefur LS skorað á yfirvöld sjávarútvegsmála að fara mun hærra með heildarafla í þorski.  Á síðustu vetrarvertíð voru margir þeirrar skoðunar, sem hafa verið við sjósókn svo áratugum skiptir, að annað eins af fiski hafi þeir ekki séð.  

Fjallað verður um þessi mál hér á síðunni næstu daga.
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...