Mælt með áframhaldandi strandveiðum - Landssamband smábátaeigenda

Mælt með áframhaldandi strandveiðum


 

Á fundi stjórnar LS 21. og 22. júlí sl. var fjallað um hið nýja veiðikerfi strandveiðar.   Í lok umræðunnar var eftirfarandi samþykkt:

 

„Landssamband smábátaeigenda lýsir ánægju sinni með nýtt veiðikerfi - strandveiðar - og telur að með þeim hefði verið komið til móts við samþykktir félagsins um frjálsar handfæraveiðar.

 

LS hvetur til áframhaldandi strandveiða á næsta fiskveiðiári þar sem afli strandveiðibáta skerði ekki veiðiheimildir annarra skipa þar með talinn byggðakvóta.   Einnig leggur LS áherslu á að hámarsafli á dag verði mældur í þorskígildum en ekki kílóum eins og nú er.“

 

 

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...