Rúm 500 leyfi og yfir 400 byrjaðir strandveiðar - Landssamband smábátaeigenda

Rúm 500 leyfi og yfir 400 byrjaðir strandveiðarFjöldi strandveiðileyfa er kominn í 506 og 407 bátar eru byrjaðir veiðar.   Flest eru leyfin á svæði A - 184, nokkru færri á svæði D - 142, á svæði C hafa 98 bátar leyfi til strandveiða og fæst eru leyfin á svæði B - 82.

Nýuppfærðar tölur má sjá hér að neðan.

Eins og fram hefur komið er búið að loka svæði A til mánaðarmóta.  Nokkrir strandveiðimenn á því svæði hafa haft samband við skrifstofu LS og bent á að fyrsti leyfilegur róðradagur í ágúst sé um verzlunarmannahelgina, sunnudagurinn 2. ágúst.  Þeir hvetja til að menn tali sig saman og sammælist um að hefja ekki róðra fyrr en þriðjudaginn 4. ágúst.  Þann dag séu flestir komnir til vinnu aftur, eftir að hafa verið í fríi um verzlunamannahelgina.

 

Picture 7.png

 

Tölur unnar úr upplýsingum frá Fiskistofu

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...