Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipar Arthur og Alexander - Landssamband smábátaeigenda

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipar Arthur og AlexanderJón Bjarnason hefur skipað eftirtalda aðila í ráðgefandi hóp varðandi veiðiráðgjöf og nýtingu auðlinda og ástands í lífríki sjávar:

Alexander Kristinsson útgerðarmaður Rifi, en hann er jafnframt formaður Snæfells og í stjórn LS

Guðmundur Hólm Indriðason útgerðartæknir, Ísafjarðarbæ

Anna Kristín Daníelsdóttir, stofnerfðafræðingur og sviðsstjóri Matís

Björn Valur Gíslason, skipstjóri og alþingismaður

 

Í starfshóp til endurskoðunar á fyrirkomulagi fiskveiðistjórnunar skipaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eftirtalda:

Fulltrúar stjórnmálaflokka:

Guðbjartur Hannesson alþingismaður og Svanfríður Jónasdóttir bæjarstjóri, ftr. Samfylkingarinnar. Guðbjartur er jafnframt formaður hópsins.

Björn Valur Gíslason og Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismenn, ftr. Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs.

Gunnar Bragi Sveinsson, alþingismaður, ftr. Framsóknarflokksins.

Einar K. Guðfinnson, alþingismaður, ftr. Sjálfstæðisflokksins.

 

Fulltrúra annarra:

Árni Bjarnason, formaður Farmanna- og fiskimannasambands Íslands.

Adolf Guðmundsson, formaður og Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka íslenskra útvegsmanna.

Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda.

Sigrún B. Jakobsdóttir bæjarfulltrúi, ftr. Samtaka íslenskra sveitarfélaga.

Erla Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri, ftr. Samtaka fiskvinnslustöðva.

Jón Steinn Elíasson, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda.

Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands.

Aðalsteinn Baldursson, formaður matvælasviðs Starfsgreinasambands Íslands.

Guðmundur Þ. Ragnarsson, formaður VM-Félags vélstjóra og málmtæknimanna.

 

Í fréttatilkynningu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu segir m.a. um verkefni starfshópsins: 

Ætlað að skilgreina helstu álitaefni, sem fyrir hendi eru í löggjöfinni.

Að setja fram valkosti um leiðir til úrbóta, þannig að greininni verði sköpuð góð rekstrarskilyrði til langs tíma, fiskveiðar verði stundaðar með sjálfbærum hætti og sem víðtækust sátt náist um fiskveiðistjórnunina meðal þjóðarinnar.

 

Sjá nánar

 

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...