Strandveiðar hefjast þriðjudaginn 4. ágúst - Landssamband smábátaeigenda

Strandveiðar hefjast þriðjudaginn 4. ágústJón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að þriðjudagurinn 4. ágúst verði fyrsti dagur strandveiða í ágúst.  Ráðherra hefur undirritað reglugerð þessu til staðfestingar.


Í tilkynningu á heimasíðu ráðuneytisins af þessu tilefni segir eftirfarandi:  

„Ástæðan fyrir þessu er að verslunarmannahelgin fellur til í byrjun ágúst og landsmenn, fjölskyldufólk og aðrir vilja vera í sumarleyfi.  Jafnframt liggur fyrir að fiskmarkaðir og flestar fiskvinnslur verða lokaðar, þannig að gæði hráefnisins eru í húfi.  Fram hefur komið að Landssamband smábátaeigenda styður þessa ráðstöfun.“

 

Á morgun 30. júlí er síðasti dagur strandveiða í mánuðinum.  Fyrir daginn í dag voru helstu tölur í veiðikerfinu þessar:

Picture 3.png

 

 

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...