Strandveiðar: Hugsanleg breyting á fyrsta róðrardegi í ágúst? - Landssamband smábátaeigenda

Strandveiðar: Hugsanleg breyting á fyrsta róðrardegi í ágúst?Sá orðrómur hefur kvistast út að sjávarútvegsráðherra hyggist breyta fyrsta leyfilega róðrardeginum í ágúst í strandveiðikerfinu úr 2. ágúst í 4. ágúst. 
 
Ástæðurnar hljóta að vera þær að 2. ágúst er inn í Verslunarmannahelginni og fólk enn í fríi að stærstum hluta.  Óbreytt fyrirkomulag gæti því komið niður á gæðum afla - og þá verði í leiðinni. 

Landssamband smábátaeigenda styður þessa breytingu, sé hún fyrirhuguð.

torskur.jpg  

Sá guli verður væntanlega búinn að láta renna af sér hinn 4. ágúst, eftir svallið um Verslunarmannahelgina

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...