Strandveiðar - leyfin komin í 368, 212 bátar byrjaðir veiðar - Landssamband smábátaeigenda

Strandveiðar - leyfin komin í 368, 212 bátar byrjaðir veiðar


 

Enn fjölgar leyfum til strandveiða.  368 bátar hafa fengið leyfi og 212 þeirra hafa þegar hafið veiðar.  Aflinn hefur verið mjög góður búið að fiska 373 tonn af þorski i 528 róðrum eða 706 kg að meðaltali í róðri.  


Flest eru leyfin á svæði A 148 eða 41% fjöldans.  Þar hafa 103 bátar hafið veiðar og er þorskaflinn kominn í 240 tonn sem er um fjórðungur af leyfilegum afla í júní og júlí.  

Á svæði B hafa 54 bátar fengið leyfi og 27 af þeim landað 35 tonnum af þorski sem er 5% af leyfilegum afla.

Svæði C - Þingeyjarsveit til og með Djúpavogshrepp eru 64 bátar komnir með leyfi, 31 hefur landað alls 57 tonnum.

Næst flest strandveiðileyfi eru á svæð D Hornafjörður til og með Borgarbyggð 98.  51 bátur er byrjaður veiðar og hafa fiskað 40 tonn af þorski.

Búið er að veiða 8% leyfilegs þorskafla fyrir júní og júlí á svæðum C og D.


 

 

Fréttin byggð á upplýsingum frá Fiskistofu

 

 

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...