Strandveiðar - stöðvun veiða á svæði A - Landssamband smábátaeigenda

Strandveiðar - stöðvun veiða á svæði AFrá og með fimmtudeginum 16. júlí til loka mánaðarins verður óheimilt að stunda strandveiðar á svæði A, sem er frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Skagabyggðar.

Veiðarnar eru bannaðar á grundvelli þess að Fiskistofa gerir ráð fyrir að heildar þorskafli í júní og júlí verði kominn í 987 tonn á morgun 15. júlí, sem er leyfilegur þorskafli á þessu tímabili.

 

Strandveiðibátar á svæði A mega því eftir morgundaginn ekki róa fyrr en sunnudaginn 2. ágúst nk.

 

Sjá nánar 

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...