Útflutningur á ferskum þorskafurðum - verðhækkun skilar sér ekki til sjómanna - Landssamband smábátaeigenda

Útflutningur á ferskum þorskafurðum - verðhækkun skilar sér ekki til sjómannaLS hefur skoðað útflutning á ferskum þorskafurðum, flök og beinlausir bitar.   Fyrri helmingur þessa árs var borin saman við sama tímabil í fyrra.   Í ár var útflutningurinn um 6.500 tonn að verðmæti 7,2 milljarðar sem er rúmum 2.700 tonnum meira en á fyrri helmingi ársins 2008.  

 

Mest var flutt út til Bretlands, 2.637 tonn, til Frakklands 1.622 tonn og til Belgíu 1.390 tonn.  Til annarra landa náði magnið ekki 300 tonnum.   Í öllum löndunum er aukning milli ára, langmest í Frakklandi þar sem magnið tæplega fjórfaldaðist milli ára.

Í tölum Hagstofu Íslands kemur einnig fram að útflutningsverðið er nú að meðaltali 11% hærra en í fyrra.  Þegar tekið er tillit til gengislækkunar krónunnar er dæmið hins vegar í mínus og mikil verðlækkun í myntum þessara landa eða á bilinu 20 - 23%.  

 

Þegar þessar staðreyndir í útflutningi ferskra þorskafurða liggja fyrir, kemur á óvart að meðalverð á þorski á fiskmörkuðunum var 16% lægra nú en í fyrra.  Fyrri helmingur ársins 2008 skilaði 255 kr meðalverði en í ár var verðið 214 kr/kg.   

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...