Month: September 2009
-
Aðalfundur Reykjaness – banna á botntrollsveiðar innan 12 sjómílna
Aðalfundur Reykjaness var haldinn í Grindavík 25. september sl. Fjölmenni var á fundinum, hátt í fimmtíu félagsmenn mættir. Fundurinn samþykkti alls 12 tillögur sem beint er til 25. aðalfundar LS. Umræður um þær voru miklar og ítarlegar og skoðanir oft á tíðum ólíkar. Samstaða fundarmanna var þó góð og flestar tillögur samþykktar með öllum…
-
Krafa um að auka þorskkvótann um 70 þús. tonn
Á fundum svæðisfélaga LS sem nú eru haldnir í aðdraganda 25. aðalfundar 15. og 16. október nk. hefur krafa um aukinn kvóta í þorski verið hávær. Fram hefur komið að félagsmenn eru sammála um að ráðherra hafi ekki átt að fara að tillögu Hafrannsóknastofnunarinnar um hámarksafla í þorski. Forsendur hafi ekki verið fyrir því að…
-
Aðalfundur Austurlands
Félag smábátaeigenda á Austurlandi heldur aðalfund næst komandi mánudag 5. október. Fundurinn verður á Hótel Héraði Miðvangi 5 -7 Egilsstöðum.
-
Strandir halda fund á Hólmavík
Aðalfundur Stranda verður á morgun þriðjudaginn 29. september. Fundurinn verður í slysavarnafélagshúsinu á Hómavík og hefst kl 20:00. Haraldur Ingólfsson formaður Stranda segir árið hafa gengið vel hjá trillukörlum á Ströndum. Nóg af fiski og grásleppan hefði skilað þeim gríðarlegum verðmætum. „Nú sýnist mér hins vegar óveðursský vera að hrannast upp þar sem ekki er…
-
Aðalfundur Kletts haldinn á Árskógssandi
Pétur Sigurðsson formaður Kletts hefur boðað til aðalfundar Kletts. Fundurinn verður haldinn laugardaginn 3. október nk og er fundarstaður á Árskógssandi í Veislumiðluninni Sjávargötu 6. Á árinu 2008 lönduðu 74 bátar í eigu félagsmanna í Kletti. Sá fjöldi tryggir félaginu 4 fulltrúa á aðalfund LS.
-
Árborg vill efla línuívilnun og strandveiðar
Aðalfundur Árborgar var haldinn í gær. Eftirfarandi tillögum var beint til aðalfundar Landssambands smábátaeigenda sem haldinn verður í Turninum í Kópavogi 15. og 16. október nk.: 1. Aðalfundur Árborgar leggur til að aðalfundur LS mótmæli harðlega öllum hugmyndum um afnám sjómannaafsláttar. 2. Árborg leggur til að aðalfundur LS fagni tilkomu strandveiðikerfisins og berjist fyrir eflingu…
-
Aðalfundir Króks, Reykjaness, Snæfells og Hrollaugs
Mikil fundarhrina er framundan hjá smábátaeigendum. Svæðisfélög smábátaeigenda um allt land boða aðalfundi. Á næstu fjórum dögum verða aðalfundir Króks, Reykjaness, Snæfells og Hrollaugs. Aðalfundur Króks á Patró fimmtudaginn 24. september Aðalfundur Strandveiðifélagsins Króks verður í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði á morgun fimmtudaginn 24. september. Fundurinn hefst kl 20:00. Formaður félagsins Tryggvi Ársælsson lofar…
-
Aðalfundur Árborgar
Formaður Árborgar, Þorvaldur Garðarsson Þorlákshöfn, hefur boðað til aðalfundar í félaginu. Fundurinn verður haldinn í Rauða Húsinu á Eyrarbakka á morgun miðvikudag og hefst kl 20:00. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður rætt um þá eyðileggingu sem dragnótabátar hafa valdið með stöðugu skarki í fjörunum austan Þorlákshafnar. Árborg varaði við opnun þessa svæðis fyrir dragnótaveiðum og benti…
-
Aðalfundur Smábátafélags Reykjavíkur – borgaryfirvöld standi vörð um útgerð smábáta
Á aðalfundi Smábátafélags Reykjavíkur kom fram megn óánægja með áhugaleysi borgaryfirvalda um sterka smábátaútgerð í Reykjavík. Smábátaeigendur hafa verið beittir þrýstingi um að færa alla starfsemi sína úr Grófinni yfir á Granda. Aðalfundur Smábátafélags Reykjavíkur telur að slíkt muni skaða miðbæjarímynd borgarinnar. Borgaryfirvöld eru hvött til að hafa samráð við Smábátafélag Reykjavíkur við allar breytingar…
-
Aðalfundur Smábátafélags Reykjavíkur mánudaginn 21. september
Smábátafélag Reykjavíkur hefur boðað aðalfund. Hann verður haldinn mánudaginn 21. september og hefst kl 20:00. Fundarstaður er kaffistofa félagsins í Suðurbugt (Verbúð 5) Formaður og framkvæmdastjóri LS mæta á fundinn. Á fundinn mætir einnig Bjarni Áskelsson hjá Reiknistofu fiskmarkaðanna. Alls lönduðu 43 bátar í eigu félagsmanna Smábátafélags Reykjavíkur á árinu 2008, sem er fækkun…
