Aðalfundur Árborgar - Landssamband smábátaeigenda

Aðalfundur ÁrborgarFormaður Árborgar, Þorvaldur Garðarsson Þorlákshöfn, hefur boðað til aðalfundar í félaginu.  Fundurinn verður haldinn í Rauða Húsinu á Eyrarbakka á morgun miðvikudag og hefst kl 20:00.

Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður rætt um þá eyðileggingu sem dragnótabátar hafa valdið með stöðugu skarki í fjörunum austan Þorlákshafnar.  Árborg varaði við opnun þessa svæðis fyrir dragnótaveiðum og benti á hvaða afleiðingar þær hefðu.  Krafðist þess að svæðinu yrði lokað en hefur ekki orðið ágengt. 

 

Formaður og framkvæmdastjóri LS mæta á fundinn.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...