Skalli auglýsir aðalfund - Landssamband smábátaeigenda

Skalli auglýsir aðalfundStjórn Smábátafélagsins Skalla hefur auglýst aðalfund félagsins.  Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 16. september nk.

Að venju verður fundarstaðurinn að Suðurgötu 3 á Sauðárkróki.

Fundurinn hefst kl 16 og mun Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda mæta á fundinn.

 

Á árinu 2008 lönduðu 44 smábátar í eigu félagsmanna í Skalla.

 

Félagsmenn eru hvattir til að mæta til fundarins og hafa í farteskinu ferskar hugmyndir sem nýtast gætu smábátaeigendum á þeim víðsjárverðu tímum er nú ganga yfir.

 

Formaður Skalla er Sverrir Sveinsson Siglufirði.

 

100_2228.jpg
Frá Sauðárkróki
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...