Strandveiðum lokið - Sædís frá Húsavík aflahæst - Landssamband smábátaeigenda

Strandveiðum lokið - Sædís frá Húsavík aflahæstMeð nýafstöðnu fiskveiðiári lauk strandveiðum.    Alls voru gefin út 595 leyfi til strandveiða og 554 bátar nýttu leyfin. 

Til veiðanna voru ætluð 3.955 tonnum af þorski og veiddust 87% af því, 3.450 tonn.  Heildarafli strandveiðibáta varð 4.104 tonn.   Að meðaltali veiddi hver strandveiðibátur 6,23 tonn af þorski.

Flestir voru bátarnir á svæði A (Arnarstapi - Skagabyggð) 191.  Það var eina svæðið sem aflaheimildir voru uppurnar áður en tímabilinu lauk og voru því veiðar þar stöðvaðar 12. ágúst.  Á svæði C (Þingeyjarsveit - Djúpivogshreppur) átti aðeins eftir að veiða 59 tonn eða 6% heimildanna.  Þar var þorskafli mestur á hvern bát 8,3 tonn.

Sjá nánar.Strandveiðar 2009.png

 

Sædís ÞH 305 frá Húsavík var aflahæst strandveiðibáta með 28 tonn þar af 26,7 tonn af þorski.   Tveir voru í áhöfn Sædísar, skipstjóri var Árni Guðmundsson.

Sædís ÞH 001.jpg

 

 

                                      
Afli strandveiðibáta 2009.pdf

 

 

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...