Fontur - grásleppuveiðar hefjist 20. mars - Landssamband smábátaeigenda

Fontur - grásleppuveiðar hefjist 20. marsAðalfundur Fonts var haldinn á Raufarhöfn 7. október sl.  Fundurinn var mjög vel sóttur og greinilegt að mikill áhugi er hjá félagsmönnum að fylgjast með og hafa áhrif á það sem sent er á aðalfund LS.

Almenn ánægja var með strandveiðikerfið að því undanskildu að dagsafli verði mældur í þorskígildum en ekki kílóatölu.


Á fundinum spunnust umræður um byggðakvótann, niðurstaða þeirra var eftirfarandi samþykkt:  „Fontur leggur til að aðalfundur LS beiti sér fyrir lagfæringum á úthlutun byggðakvóta þannig að fiskiskip geti landað öllum afla sínum á fiskmarkað á viðkomandi svæði.  Einnig sé þess krafist að byggðakvóta sé úthlutað í byrjun fiskveiðiárs.“

DSC03264.jpg

Umræða um síendurtekinn og stórfeldan niðurskurð á kvóta í ýsu og þorski var ekki síður lífleg.  Mikil óánægja var með ákvörðun um heildarafla í þeim tegundum, hún væri ekki í takt við upplifun sjómanna, veiðar gengju vel og allt bendi til að stofnarnir séu vel á sig komnir.  Sama ætti við um tegundir eins og löngu, keilu og skötusel.  Samþykkt var að skora á ráðherra að auka veiðiheimildir í þorski nú þegar um 80 þús. tonn.   


Aðalfundur Fonts vill að LS beiti sér áfram fyrir eflingu línuívilnunar.          

Skilaboðin eru skýr til aðalfundar LS um Evrópusambandsaðild, vilja að hann hafni alfarið inngöngu Íslands í sambandið.

DSC03263.jpg

Fundurinn mótmælti harðlega fyrirhuguðum hugmyndum stjórnvalda um fyrningarleið.            

 

Mikil og löng umræða varð um grásleppuveiðar, enda flestir félagsmanna sem eiga mikið undir að þær gangi vel.  Á síðustu vertíð var fjórðungur heildargrásleppuaflans veiddur á félagssvæði Fonts tæpar 3000 tunnur.  Samþykkt var: 

„Að veiðitímabili á grásleppuvertíðinni 2010 verði verði aldrei lengra en 70 dagar á hverju veiðisvæði, veiðidagar verði 50 og byrjunartími 20. mars á veiðisvæðum E og F“.


Í stjórnarkjöri bar það til tíðinda að Haraldur Sigurðsson gaf ekki kost á sér sem formaður.  Í hans stað var kosinn Jón Tryggvi Árnason

DSC03262.jpg

 Kópaskeri.   Jóni Tryggva er hér með óskað til hamingju með kjörið um leið og Haraldi Sigurðssyni er þökkuð formennska í Fonti og skeleggan málflutning fyrir auknum réttindum trillukarla.

Auk Jóns Tryggva eru í stjórn Fonts:

Ragnar Axel Jóhannsson gjaldkeri            Raufarhöfn

Áki Guðmundsson                               Bakkafirði

Sæmundur Einarsson Þórshöfn                                      

Heiðar Kristbergsson Vopnafirði 


            
                                   

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...