Lánamál - forgangsmál að ræða um viðunandi samræmdar úrlausnir - Landssamband smábátaeigenda

Lánamál - forgangsmál að ræða um viðunandi samræmdar úrlausnirÁ 25. aðalfundi LS sem lauk í gær var mikið fjallað um lánamál smábátaeigenda.  Í umræðum um málið kom fram að brýnt væri að leiðrétta lánin þannig að rekstrarstaða smábátaútgerðarinnar kæmist í eðlilegt horf.

Samþykkt var að LS gerði það að forgangsmáli að ræða við lánastofnanir og stjórnvöld um að veita smábátaeigendum viðunandi samræmdar úrlausnir vegna skuldbindinga sinna við lánastofnanir í kjölfar bankahrunsins. 

 

Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins er fjallað um lánamál trillukarla auk þess sem frétt er um það á mbl.is

Sjá nánar: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/10/17/deilt_um_skuldir_trillukarla/ 

 

 

 

efnisyfirlit síðunnar

...