Smábátar - aflaverðmæti 16,6 milljarðar - þorskur, ýsa, steinbítur, ufsi 92% aflans - Landssamband smábátaeigenda

Smábátar - aflaverðmæti 16,6 milljarðar - þorskur, ýsa, steinbítur, ufsi 92% aflans


  

Í ræðu Arnar Pálssonar á aðalfundi LS 15. október kom m.a. fram að verðmæti þess afla sem smábátar færðu á land á sl. fiskveiðiári hefði verið 16,6 milljarðar, sem væri hærra í krónum talið en nokkru sinni fyrr.    Útflutningsverðmæti þessa afla er 33 milljarðar.

 

Heildaraflinn á bakvið verðmætin er 73.421 tonn.   Þorskur, ýsa og steinbítur voru 87% af heildaraflanum og þegar ufsanum er bætt við fer hlutdeild þessa fjögurra tegunda í tæp 92%.


Alls veiddu smábátar 36.014 tonn af þorski sem er 21,4% heildarþorskaflans, 21.697 tonn af ýsu - 24,3% og steinbít - 42,2%.


 

Sjá nánar skiptingu aflans og fjölda báta í hverjum útgerðarflokki.

Aflatölur smábáta 2008:2009.pdf

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...