FAO - Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna heldur ráðstefnu um fæðuöryggi - Landssamband smábátaeigenda

FAO - Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna heldur ráðstefnu um fæðuöryggiDagana 16.-18. nóvember n.k. heldur FAO, Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna ráðstefnu um fæðuöryggi í heiminum.  Tilgangurinn er að berjast gegn hungri, sem FAO fullyrðir að hrjái yfir einn milljarð jarðarbúa.  Talið er að á 6 sekúndna fresti deyji barn af völdum hungurs.  Það er skelfileg tala.

Hvernig sem á því stendur hefur ekki einn einasti fréttamiðill á Íslandi séð ástæðu til að fjalla um þetta átak FAO.  Sé orðinu „fæðuöryggi“ slegið inn í leitarstrengi koma einungis upp slóðir varðandi umræðuna um fæðuöryggi Íslendinga í kjölfar kreppunnar, tengt forseta Íslands og Bændasamtökunum.  

FAO hefur boðið öllum 192 aðildarþjóðunum sínum að taka þátt í ráðstefnunni sem og fjölmörgum félagasamtökum.  Fundir og ráðstefnur þessara aðila hefjast 13. nóvember í Róm.

Aðalframkvæmdastjóri FAO, Jacques Diouf, hefur boðað til alþjóðlegs hungurverkfalls n.k. laugardag eða sunnudag.  

http://www.fao.org/news/story/en/item/37232/icode/

Til að styðja þessa baráttu FAO skrá viðkomandi sig á 


Lesendur síðunnar eru eindregið hvattir til að skrá sig og sýna stuðning í verki.

Alþjóðasamtök strandveiðimanna á 12 fulltrúa í atburðum komandi daga.
  
Um 90% strandveiðimanna heims lifir á hinum illræmda „einum dollara á dag" sér til framfærslu.       


 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...