Lögmæti gengislána - óheimilt að „verðtryggja“ með gengi - Landssamband smábátaeigenda

Lögmæti gengislána - óheimilt að „verðtryggja“ með gengiÍ gær hélt Orator, félag laganema, málþing um gengislán.  Málþingið var hið fróðlegasta og mjög sterk rök færð fyrir því að gengislán sem tekin hafa verið hægri vinstri á undanförnum árum séu í raun íslensk lán.  Þau voru greidd út í krónum og greitt af þeim í krónum.  Sé það rétt er óheimilt að „verðtryggja“ íslensk lán með gengi erlendra gjaldmiðla.

Þetta kom m.a. fram í erindi Eyvindar G. Gunnarssonar lektors við lagadeild Háskóla Íslands og vitnaði hann til laga og lögskýringa um vexti og verðbætur     L. 38/2001, máli sínu til stuðnings.  Annar frummælenda Björn Þorri Viktorsson hrl. hjá Lögmönnum í Laugadal tók undir skoðanir Eyvindar.

Þriðji frummælandinn, Jóhannes Karl Sveinsson hrl. hjá Landslögum, var hins vegar ósammála fyrrnefndum.

 

Framvinda þessa máls skiptir félagsmenn í LS gríðarlega miklu.  Það verður þvi fylgst náið með frekari tíðindum af viðbrögðum á skoðunum lögmannanna.

 

Til fróðleiks útbjó LS samantekt af þeim þáttum L. 38/2001 sem vitnað var til á málþingi Orators.   Merkt gult í lagatexta og lögskýringum er LS.

 

Sjá samantekt.pdf  

 

Orator - umfjöllun um málþingið

 

 

 

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...