Brimfaxi kominn út - Landssamband smábátaeigenda

Brimfaxi kominn útBrimfaxi - félagsblað Landssambands smábátaeigenda - kom út í dag.   Blaðið er sneisafullt af góðu og forvitnilegu efni.   Meðal þess er:

 

Álit Arthurs Bogasonar formanns LS á togararallinu undir fyrirsögninninni:  „Togararallið er ónýtt og skaðar þjóðarhag“.


„Fjölskyldan á Flateyri“ rætt við Guðrúnu Pálsdóttur - „Fjölskyldan saman við veiðar og vinnslu“.


Grásleppan til Kína - „Þarf að skera langsum“ - rætt við Orm Arnarson hjá Triton ehf.


„Best að láta verkin tala“ - rætt við aflakónginn Guðmund Einarsson í Bolungarvík - „Sumir fiska meira en aðrir, en hvers vegna?


Skrá yfir aflakónga í smábátaflotanum.


„Reyktu makrílflökin þykir veislumatur“ - rætt við Unnstein Þráinsson.


„Skötuselurinn var martröð grásleppukarla“ - Gunnlaugur Finnbogason, grásleppukarl og útgerðarmaður á Ísafirði.


„Bið eftir úrræðum“ - Örn Pálsson framkvæmdastjóri LS.


Upplag Brimfaxa er 1.500 eintök og hefur nú þegar verið dreift til allra félagsmanna LS.

 

 

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...