Festi ehf komið í söluferli hjá Landsbankanum - Landssamband smábátaeigenda

Festi ehf komið í söluferli hjá LandsbankanumSkiptastjóri þrotabús Festar ehf hefur falið fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans að sjá um sölu fyrirtækisins.   Á heimasíðu Landsbankans kemur fram að söluferlið sé opið öllum og markmið sölunnar sé að hámarka verðmæti fyrirtækisins.

 

Söluferlinu verður skipt í tvö stig.  Á fyrra stiginu gefst kostur á að leggja fram óskuldbindandi kauptilboð eigi síðar en 10. desember 2009.   Þá hefst síðara stigið sem hæstbjóðendur taka þátt í sem lýkur með bindandi kauptilboðum 23. desember 2009.

 

Sjá nánar

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...