Fundað um þorskveiðar - meira af stærri þorski, í góðum holdum og nóg æti - Landssamband smábátaeigenda

Fundað um þorskveiðar - meira af stærri þorski, í góðum holdum og nóg ætiÁrlegur samstarfsfundur á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar um þorskrannsóknir fór fram 19. og 20. nóvember sl.  Á fundinum komu saman 15 skipstjórnarmenn og útgerðaraðilar, sem búa yfir sérþekkingu á sviði þorskveiða mismunandi útgerðarflokka allt í kringum landið, og sérfræðingar Hafrannsóknastofnunarinnar. 

Skipstjórarnir greindu Hafrómönnum m.a. frá gangi veiða og hvernig þeir meta stöðu þorskstofnsins og sérfræðingarnir miðluðu upplýsingum af vor- og haustralli stofnunarinnar og úrvinnslu úr afladagbókum frá fyrstu mánuðum ársins.

 

Skipstjórnarmennirnir voru á einu máli um að þorskveiðar hefðu gengið vel að undanförnu, meira af stærri þorski og aldrei auðveldara að ná kvótanum.  Víða væri þorskurinn í miklu æti; síld, makríl, gulldeplu og kolmunna. 

 

Fulltrúar Landssambands smábátaeigenda á fundinum voru:

Guðmundur Einarsson Bolungarvík

Högni Reynisson Akranesi

Páll Jóhann Pálsson Grindavík

 

Sjá nánar

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...