Reglugerð ESB um ólöglegar veiðar - kynningarfundur - Landssamband smábátaeigenda

Reglugerð ESB um ólöglegar veiðar - kynningarfundurSjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur boðað til opins kynningarfundar vegna samkomulags Íslands og Evrópusambandsins sem varðar reglugerð nr. 1005/2008 um ólöglegar veiðar.

Fulltrúar frá ráðuneytinu, Fiskistofu og Matvælastofnun kynna reglugerðina og það kerfi sem stjórnvöld hafa sett upp til að annast útgáfu veiðivottorða.  Slík vottorð þurfa frá og með næstu áramótum að fylgja öllum fiski og fiskafurðum sem flytja á inn á markaði Evrópusambandsins.

Fundurinn verður haldinn föstudaginn 11. desember nk. að Borgartúni 6 (4. hæð) og hefst kl 10:00.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...