Grásleppan komin í 2,3 milljarða - Landssamband smábátaeigenda

Grásleppan komin í 2,3 milljarðaÚtflutningsverðmæti grásleppuafurða - saltaðra hrogna og kavíars var hærra en nokkru sinni á sl. ári.  Þegar mánuður var eftir af árinu höfðu verðmætin aukist um 920 milljónir miðað við allt árið 2008, sem var einnig mjög gott ár.   Fyrstu ellefu mánuðir síðasta árs skiluðu um 2,3 milljörðum í útflutningsverðmæti sem er 107% aukning miðað við sama tímabil 2008. 


Frakkar eru eins og fyrr lang stærstu kaupendur af grásleppukavíar, næstir þeim voru Þjóðverjar sem í mörg fyrri ár hafa haldið sig neðarlega á listanum.

100_2260_2.jpg


Af söltuðum hrognum var mest flutt út til Þýskalands, Svíar komu þar skammt á eftir og Danir voru þriðju stærstu kaupendurnir.

 

 

Unnið upp úr gögnum frá Hagstofu Íslands

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...