Strandveiðar, sóun og óvitaskapur - Landssamband smábátaeigenda

Strandveiðar, sóun og óvitaskapurUndanfarna daga hefur LÍÚ farið mikinn gegn fyrirhuguðum strandveiðum og fundið þeim allt til foráttu.  
Hinn 30. desember sl. var hér á vefnum beint fyrirspurn til LÍÚ varðandi olíunotkun við fiskveiðar og hún ítrekuð 3. janúar sl.  Samtökin hafa ekki enn séð ástæðu til að svara fyrirspurninni.  
Á sama tíma ráðast þau með fullum þunga á fyrirhugaðar strandveiðar og fullyrða að um algera sóun á fiskveiðiauðlindinni sé að ræða.  Af því tilefni er fyrirspurnin hér með ítrekuð.  Sé um þvílíka sóun að ræða hlýtur að vera létt verk og löðurmannlegt að afgreiða fyrirspurnina.

Einn félagsmanna Landssambands smábátaeigenda leit við á skrifstofunni fyrir nokkrum dögum.  Hann sem margir aðrir bíður svars.  Að auki var hann með sínar tölur á hreinu varðandi olíunotkun.

Hann rær á 15 tonna hraðfiskibát með 800 hestafla vél.

Í desember veiddi hann u.þ.b. 38 tonn og eyddi í það 2600 lítrum af olíu.  Eyðslan var því um 0,068 lítrar á hvert veitt kg af fiski.

LÍÚ heldur því fram að „óvitaskapur ráði ríkjum í sjávarútvegsráðuneytinu“.  

Flokkast það undir óvitaskap og sóun að eyða margfalt minni olíu til fiskveiða en gengur og gerist hjá stórskipaflotanum til að veiða sömu fisktegundir?  
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...