Þar er tilkynnt að Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafi ákveðið í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að setja af stað verkefni þar sem kannaðir verði kostir þess að veiðar afkastamikilla skipa á grunnslóð og inn á fjörðum verði takmarkaðar frá því sem nú er.
Markmið verkefnisins „er að treysta grunnslóð sem veiðislóð fyrir smærri báta og umhverfisvæna veiði. Í þessu felst að við veiðar og nýtingu verði gætt að verndun sjávarbotnsins og beitt vistvænum veiðiaðferðum.“ eins og segir í fréttatilkynningunni.
Eins og fram kemur er vinna þessi í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og flokkast undir brýnar aðgerðir. Þar segir í 4. tölulið:
„Vernda grunnslóð. Kannaðir verði möguleikar þess að veiðar afkastamikilla skipa á grunnslóð og inn á fjörðum verði takmarkaðar frá þvi sem nú er með það að markmiði að treysta grunnslóðina sem veiðislóð fyrir smærri báta og umhverfisvænni veiði.“