Ýsa - aðeins fjórðungur eftir af veiðiheimildum krókaaflamarksbáta - Landssamband smábátaeigenda

Ýsa - aðeins fjórðungur eftir af veiðiheimildum krókaaflamarksbátaÞegar rúmur þriðjungur er liðinn af fiskveiðiárinu eiga krókaaflamarksbátar aðeins eftir að veiða  tæp 3000 tonn af veiðiheimildum sínum í ýsu, sem svarar til þess að um þrír fjórðu þeirra hafi nú þegar verið nýttar.


Veiðiheimildir krókaaflamarksbáta í ýsu eru nú 40% minni en á sama tíma i fyrra.  Bæði kemur það til vegna þriðjugs skerðingar á heildarafla í ýsu og tregðu stórútgerðarinnar að leigja frá sér, en á því hefur orðið mikil breyting milli ára.  Á sl. fiskveiðiári juku krókaaflamarksbátar veiðiheimildir sínar um 4200 tonn með því að leigja úr stóra kerfinu, en nú hafa þeir aðeins fengið þaðan rúm 900 tonn.


Andstætt við stöðu veiðiheimilda í ýsu hjá krókaaflamarksbátum á stórútgerðin eftir að veiða 77% af sínum veiðiheimildum.   Alls hafa aflamarksskip nú veitt 14 þúsund tonn en krókaflamarksbátar 9400 tonn.  


Á heildina litið hefur nánast sama hlutfall ýsunnar verið nýtt eða tæpur þriðjungur.  Mikill munur er hins vegar á magninu sem er rúmum 8000 tonnum minna nú í ár en í fyrra.

 

 

Sjá aflatölur.pdf í ýsu

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...