Á
fundinum voru miklar umræður um ástand
stofnsins og töldu menn hann vera sterkan sem er í samræmi við álit Hafrannsóknastofnunar. Í skýrslu stofnunarinnar kemur
fram að veiði á hverja sóknareiningu sl. þrjú ár hafi verið mjög góð.
Grásleppunefnd
samþykkti eftirfarandi:
„Fundur í Grásleppunefnd LS haldinn 10. febrúar 2010 vekur athygli á sívaxandi kröfu neytenda eftir upplýsingum um heilnæmi og sjálfbærni við nýtingu einstakra fiskstofna sem byggðar eru á vísindalegum rannsóknum. Þar er grásleppan engin undantekning.
Undanfarin ár hefur lítil áhersla verið lögð á að rannsaka þennan mikilvæga nytjastofn. Helsta ástæðan er vafalaust sú að engar blikur hafa verið á lofti um að stofninn eigi undir högg að sækja og jafnvel þveröfugt farið hin síðustu ár.
Grásleppunefnd LS skorar því á stjórnvöld og Hafrannsóknastofnunina að efla til muna rannsóknir á hrognkelsastofninum.“