Krókaaflamarksbátar búnir að veiða 89% af heimildum í ýsu - Landssamband smábátaeigenda

Krókaaflamarksbátar búnir að veiða 89% af heimildum í ýsuÞrátt fyrir að fiskveiðiárið sé ekki hálfnað hafa krókaaflamarksbátar veitt 89% af heimildum sínum í ýsu.  Staða fjölmargra útgerða er orðin grafalvarleg, þar sem erfiðlega gengur að nýta þorskinn öðru vísi en að fá ýsu með.  Það stefnir því í stöðvun útgerða hjá fjölmörgum aðilum.  Afleiðingar eru margvíslegar, atvinna hundruða sjómanna í húfi, afkoma tuga útgerða og yfirvofandi skortur á ýsu á markaði sem gefa hæstu verðin.


Ástæður þess að skortur á veiðiheimildum í ýsu blasir nú við eru einkum þær að úthlutun var minnkuð um þriðjung og afar erfitt er að fá leigðan ýsukvóta frá stórútgerðinni.  Það sem af er ári hafa krókaaflamarksbátar leigt til sín 1.403 á móti 2.900 tonnum á sama tíma í fyrra. 


Margir hafa furða sig á tregðu stórútgerðarinnar að leigja frá sér.  Þar er einkum bent á tvö atriði.  Annars vegar að stórútgerðin hefur aðeins veitt 30% af veiðiheimildum sínum í ýsu og hins vegar að yfirvofandi er lagabreyting sem minnkar geymslurétt úr 33% í 15%.   

1 Athugasemdir

Er það ekki einmitt vandamálið,að geymslurétturinn var aukinn í 33% það setti stórútgerðina í algera draumastöðu gagnvart smábátunum.
Minni hætta á að þeir brenni inni með kvótann og eru þar með ekki undir eins mikilli pressu að losa sig við kvótann í leigu eins og hafði verið gert alla tíð?
Enda sprakk allt leiguverð með þessari vitlausustu aðgerð sjávarútvegsráðherra sem nokkuurn tíma hefur verið tekin,enda var þetta gert fyrir LÍÚ enga aðra, með þessari ákvörðun hafa þeir örlög minni báta algerlega í sínum höndum og stjórna veiðinni þar óbeint með þessum hætti að sprengja upp leiguverð og frysta leiguna líka því þeir geta flutt svo mikið á milli ára.
Með því að minnka færsluréttinn þá breytist þetta til hins betra og leiguverð lækkar aftur.
Ég vil sjá færsluréttin settan í 5% hámark!

Kv.itlajh

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...