Strandveiðibátar - aðeins 2% heildaraflans fluttur óunninn úr landi - Landssamband smábátaeigenda

Strandveiðibátar - aðeins 2% heildaraflans fluttur óunninn úr landiJón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur svarað fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar fv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um strandveiðar. 


Í svarinu kemur m.a. fram að strandveiðibátar voru gerðir út frá nánast öllum útgerðarstöðum landsins.  Þeir lönduðu afla í alls 53 höfnum.

Þá kemur það fram í svarinu að rúmlega 70% aflans var seldur á fiskmörkuðum.

Varðandi ráðstöfun aflans vekur það athygli að aðeins rúm 2% aflans var fluttur óunninn úr landi.   Afli strandveiðibáta hefur því nánast allur verið unninn hér innanlands og þannig skapað fjölda starfa hjá fiskvinnslufólki.

 

Sjá svarið í heild

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...