Breytingum á línuívilnun frestað um 3 mánuði - Landssamband smábátaeigenda

Breytingum á línuívilnun frestað um 3 mánuðiSkötuselsfrumvarpið hefur verið afgreitt úr sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis til 3. umræðu.  Nokkrar breytingar eru lagðar til á frumvarpinu.  Meðal þeirra eru:


Ákvæði um breytingar á línuívilnun tekur gildi 1. júní nk. í stað 1. mars sl.

Aðlögunartími til að fara með krókaaflahlutdeild niður fyrir sett mörk er framlengdur um eitt ár, tekur gildi 1. september 2011.

Skötuselslína er felld brott.

Skötuselsákvæðið svokallaða tekur gildi 15. apríl nk. í stað 15. febrúar sl.

Lögð er til ný útfærsla á endurúthlutun karfa í gullkarfa og djúpkarfa.

 

Það eru LS mikil vonbrigði að ekki var fallist á kröfu félagsins um línuívilnun til allra dagróðrabáta.   Áfram verður haldið að þrýsta á það mál enda enn frumvörp til meðferðar hjá Alþingi um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða.

 

Sjá nánar:

Frumvarpið eftir 2. umræðu

Framhaldsefndarálit meirihluta sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar

Breytingartillögur meirihluta sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...