Framsýn skorar á sjávarútvegsráðherra að auka nú þegar þorskkvótann - Landssamband smábátaeigenda

Framsýn skorar á sjávarútvegsráðherra að auka nú þegar þorskkvótannFramsýn - félag stéttarfélaga í Þingeyjarsýslum - hefur brugðist við yfirvofandi atvinnuleysi meðal sjómanna og fiskvinnslufólks vegna stöðvunar fjölda báta á næstu vikum vegna kvótaleysis.   Félagið skorar á sjávarútvegsráðherra að auka nú þegar þorskkvótann enda margt sem virðist benda til þess að mun meira sé af fiski í sjónum en rannsóknir sýna, eins og segir áskoruninni.

 

Í áskoruninni bendir Framsýn á að „um þessar mundir eru um 17.000 manns á atvinnuleysisskrá, sem er ekki bara ömurlegt fyrir þá sem ráfa atvinnulausir um stræti og torg, heldur kostar atvinnuleysið ríkissjóð um 25 milljarða á ári miðað við stöðuna eins og hún er í dag.“

 

Sjá áskorun Framsýnar í heild

 

 

 

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...