Smábátar landa á Breiðdalsvík - 10 störf verða til - Landssamband smábátaeigenda

Smábátar landa á Breiðdalsvík - 10 störf verða til


 

Krókaaflamarksbátarnir Ragnar og Guðmundur Sig frá Hornafirði lönduðu rúmum 27 tonnum á Breiðdalsvík 12. mars sl.   Aflinn var að mestu steinbítur.  Frá þessu er skýrt á vefnum - austurglugginn.is - .

Landanir bátanna eru um helmingur alls afla sem landað var á Breiðdalsvík á sl. ári.  Að sögn Arnars Þórs Ragnarssonar skipstjóra á Ragnari verða landanir bátanna „mikil lyftistöng fyrir plássið, sennilega vinna fyrir um 10 manns.“

 

Í samtali við LS sagði Arnar Þór það hafa verið ánægjulegt hvað Breiðdælingar hefðu veitt löndun bátanna mikla athygli.  Bæjarbúar flyktust niður á bryggju til að fagna viðburðinum, líkt og gert er þegar nýr togari kemur til heimahafnar.

  

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...