Snæfellingar skora á sjávarútvegsráðherra að auka þorskkvótann - Landssamband smábátaeigenda

Snæfellingar skora á sjávarútvegsráðherra að auka þorskkvótannÁ fjölmennum fundi sem haldinn var í Félagsheimilinu Klifi í gærkveldi var talað einum rómi um mikilvægi þess að auka þorskkvótann strax, ella blasi við mánaða atvinnuleysi sjómanna og landverkafólks. 

Það voru Verkalýðsfélag Snæfellinga og Snæfellsbær sem boðuðu til fundarins með íbúum Snæfellsbæjar.


Bæjarstjóri Snæfellsbæjar, Kristinn Jónasson, tók undir orð verkalýðsfélagsins að „fólkið verði látið njóta vafans“ og mælti með 40 þús. tonna aukningu.  

 

Athygli vakti kjarnyrt auglýsing 

View image Verkalýðsfélags Snæfellinga í Fréttablaðinu í gær þar sem m.a. er skorað á sjávarútvegsráðherra að leita allra leiða til að auka kvótann.   


Sjá nánar - frétt    

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...