Enn fjölgar á grásleppunni - Landssamband smábátaeigenda

Enn fjölgar á grásleppunniAlls hafa nú 214 bátar hafið grásleppuveiðar.  Það er rúmum þriðjungi fleiri en á sama tíma í fyrra.   Flest leyfin eru á svæði E (Skagatá að Fonti) 88.  

 

Almennt bera grásleppukarlar sig illa þegar spurt er um veiðarnar.  Minni en í fyrra, treg veiði.  Flestir kenna veðrinu um en frá því veiðarnar hófust fyrir um mánuði hefur tíðarfar verið með eindæmum erfitt.

 

Eins og fram hefur komið takmarkast hvert grásleppuleyfi við 62 samfellda daga frá því lagt er.  Þeir bátar sem nú eru að veiðum eru búnir með rúma fjögur þúsund daga af rúmlega þrettán þúsund sem þeim er heimilt að hafa net í sjó, sem svarar til 32% veiðitímans.   

 

Skipting leyfa eftir veiðisvæðum 7. apríl

 

2010

2009

A

24

18

B

18

2

C

9

4

D

31

20

E

88

77

F

36

32

G

8

4

Samtals

214

157Talnaefni  unnið upp úr gögnum frá Fiskistofu


 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...