LS vill breytingar á frumvarpi til laga um strandveiðar - Landssamband smábátaeigenda

LS vill breytingar á frumvarpi til laga um strandveiðarEins og fram hefur komið er strandveiðifrumvarpið nú til umræðu á Alþingi.  Við frestun þinghalds 25. mars sl. stóð yfir 2. umræða um málefnið.  Gera má ráð fyrir að málið komist aftur á dagskrá á næstu dögum, eigi strandveiðar að hefjast 1. maí nk. eins og frumvarpið gerir ráð fyrir.

 

Í umsögn LS til sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis 9. mars sl, er lýst ánægju með strandveiðifrumvarpið.  Veiðarnar hafi á sl. sumri gengið afar vel og haft jákvæð áhrif á hinar dreifðu byggðir.

 

Í umsögninni óskar LS eftir að breytingar verði gerðar á frumvarpinu.  Sjávarútvegsnefnd hefur enn ekki orðið við beiðni LS.  Möguleiki er þó á að breytingar verði gerðar þegar frumvarpið verður rætt í nefndinni milli annarrar og þriðju umræðu.

 

Frumvarpið gerir ráð fyrir að afli til strandveiða verði dreginn frá heildarafla áður en úthlutað verður samkvæmt hlutdeild.  LS gerir alvarlega athugasemd við þessa tilhögun og leggur áherslu á að strandveiðar verðir áfram óháðar veiðum skipa með veiðileyfi í atvinnuskyni.  Þannig hafi strandveiðar verið kynntar og verið framkvæmdar á síðastliðnu ári og ekkert kalli á breytingar þar á.

Þá vill LS að strandveiðileyfi sé ekki bundið til loka fiskveiðiársins, heldur geti aðilar valið sé tímabil.  T.d. að verði tímabilin fjögur (maí, júní, júlí, ágúst) eigi menn kost á að leyfið gildi aðeins í maí og júní.

 

Sjá nánar:   Strandveiðar.pdf

 

 

 

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...