Trúlega heimsmet í grásleppuveiði! - Landssamband smábátaeigenda

Trúlega heimsmet í grásleppuveiði!


Mitt í öllum haugnum af neikvæðum og leiðinlegum fréttum leynast demantar.  
Frá Akranesi bárust þær frábæru fréttir að Eiður Ólafsson, skipstjóri og Kristófer Jónsson háseti á bátnum Ísak AK 67 lönduðu í gær 35 tunnum, eða á fimmta tonn af hrognum úr sjó.  

Þessi afli er algert einsdæmi og eftir því sem næst verður komist heimsmet úr einni vitjun.  
Vertíðin hefur gengið vel hjá þeim félögum.  Þeir hófu veiðar hinn 10. mars og eru nú þegar komnir með 18 tonn af blautum hrognum.
Verð á grásleppuhrognum er um þessar mundir nálægt eða yfir sögulegum mörkum.  Því er ljóst að ekki einungis slógu þeir félagar að öllum líkindum heimsmet í magni úr vitjun, heldur og met í verðmæti afla smábáts í einni löndun.

Picture 27.png        

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...