105 grásleppubátar hættir veiðum - Landssamband smábátaeigenda

105 grásleppubátar hættir veiðumÍ gær var vertíðarlok hjá 105 grásleppubátum.  Þeir hófu veiðar 10. mars og voru því leyfilegir veiðidagar 62 liðnir.  

Fiskistofa hefur nú úthlutað 299 grásleppuleyfum sem er aukning um 20 frá síðustu vertíð.   Í dag hafa 182 bátar leyfi til grásleppuveiða og eru margir þeirra langt komnir með dagana.  

12 bátar eru enn ekki byrjaðir en þeir munu allir stunda veiðar við innanverðan Breiðafjörð þar sem upphafstími vertíðar er 20. maí.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...