Blásfiskur - nammi eða dauði? - Landssamband smábátaeigenda

Blásfiskur - nammi eða dauði?Áhætta er eitt af því sem örvar okkur mannskepnurnar til dáða.  Margir fá slíka útrás við að stökkva í teygju fram af hamrabjörgum eða út úr flugvél með lítinn flugdreka á bakinu.  Þeir allra áhættusæknustu taka þátt í prófkjöri á Íslandi fyrir sveitarstjórnakosningar.
  
Ein af þessum áhættum er að fara á veitingastað í Japan eða Suður-Kóreu og panta Blásfisk (Blowfish).  Roðið og hluti innyfla þessa fisks er baneitraður, en fiskholdið lostæti í huga Japana og Kóreumanna.  Kokkarnir á viðkomandi veitingastöðum ganga í gegnum stranga þjálfun áður en þeir eru ráðnir til starfa.  

Í Asíu láta u.þ.b. 12 manns lífið árlega við það eitt að leggja sér Blásfisk til munns.

Á íslandsmiðum er ekki sambærilegan fisk að finna.  Engu að síður hafa fiskimenn og fleiri lent í því að leggja sér til munns eitraðar kuðungategundir sem framkalla heiftarlegar sjóntruflanir og veikindi.  Frægasta dæmið um þetta er að finna í einni af frásögnum Gylfa Ægissonar, þá hann var staddur austur af Vestmannaeyjum.


Mynd:  Sakleysislegt kvikindi.  En getur jafnframt verið banvænt.


Puffer-Fish-1.jpg.  

  

1 Athugasemdir

Bláeygur með fallegt bros eins og rauðmaginn. Reyndar eru tölurnar um árleg dauðsföll nær 200 manns en menn taka samt áhættuna. kjötið í honum er ekki ósvipað ferskri grásleppu í áferð og útliti.
við ættum að gera meira við grásleppuna þegar hún stendur til boða.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...