Fiskmarkaður við gömlu höfnina í Reykjavík - Landssamband smábátaeigenda

Fiskmarkaður við gömlu höfnina í ReykjavíkTil langs tíma hefur það verið draumur margra að settur verði á fót fiskmarkaður við gömlu höfnina í Reykjavík.  Að koma slíku í framkvæmd er þó meira en að segja það.  Undanfarið hafa nokkrir einstaklingar unnið ötullega að málinu og sl laugardag birtist eftirfarandi auglýsing í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni:

 

„Fiskmarkaður við gömlu höfnina í Reykjavík“

 

Þar segir:

 

„Alla laugardaga í sumar verður starfræktur fiskmarkaður fyrir almenning við gömlu höfnina í Reykjavík.  Fyrirhugað er að bjóða upp á breitt úrval ferskra sjávarafurða.  Sölubásar eru lausir til úthlutunar fyrir seljendur fiskafurða.

Fyrsti söludagur verður 5. júní á Hátíð hafsins.

Áhugasamir hafi samband við Ernu Kaaber í síma 820 7121 eða sendi póst: erna@fishandchips.is“

 

Enn eru sölubásar á lausu, eftir því sem best er vitað.  

 

Víða um heim eru slíkir fiskmarkaðir starfræktir.  Svo tekið sé dæmi selja fiskimenn á smábátum almenningi afla sinn í höfninni við Moon Bay í Kaliforníu, vestan við San Francisco.  Víða í Asíu eru slíkir markaðir við lýði.  Þá má geta þess að í Nuuk á Grænlandi er útimarkaður sem selur ekki aðeins fisk.  Þar er einnig á boðstólum selkjöt og hvalkjöt.

 

Vonandi tekst vel til með þetta framtak.  Íslendingar, sem og erlendir ferðamenn hafa til margra ára spurst fyrir um hvar slíkan markað sé að fyrirfinna.

 

Myndin sýnir smábátasjómann á suðurströnd Frakklands.


  Fish market France.png       


1 Athugasemdir

það er löng kominn tími til að smábátamenn komi með fiskinn sinn á eigin markað og setji allt sem upp úr sjónum kemur á útimarkað í sumrin og innimarkað á veturna. þeir ættu að slá sér saman nokkrir og skiptast á að selja. þetta auðgar mannlífið í borginni. þarna verða alvöru fisksalar með nýveiddan fisk, krabba, skeljar og rækju.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...