Strandveiðar - tvö veiðisvæði fullnýttu heimildirnar - Landssamband smábátaeigenda

Strandveiðar - tvö veiðisvæði fullnýttu heimildirnarAlls hafa verið gefin út 580 leyfi til strandveiða, sem er 15 færri en á sl. ári.  452 bátar eru byrjaðir veiðar og hafa þeir landað um 1.300 tonnum. 


Á fyrsta tímabili strandveiða sem lýkur á miðnætti hefur viðmiðunarafli náðst á tveimur veiðisvæðum A og D.

Mestur afli hefur fengist á veiðisvæði A (Eyja- og Miklaholtshreppur til og með Súðavíkurhreppi) en þar var búið að veiða 593 tonn þegar veiðar þar voru stöðvaðar 20. maí sl.

Á morgun 1. júní hefst 2. tímabil strandveiða.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...