Strandveiðar - útreikningar á þorskígildi - Landssamband smábátaeigenda

Strandveiðar - útreikningar á þorskígildiTöluvert hefur verið um hringingar frá strandveiðimönnum þar sem spurt er um þann afla sem megi koma með að landi í hverri veiðiferð. 

 

Reglugerð og lög kveða á um 650 þorskígildi.

 

Veiði menn eingöngu þorsk er hámarkið 774 kg af honum óslægðum.   Sé eingöngu um ufsa að ræða í veiðiferðinni er hámarkið 1.579 kg af honum óslægðum.

 

Við útreikninga til þorskígilda skal margfalda óslægðan afla með eftirfarandi stuðlum:

            Þorskur              0,84

            Ufsi                   0,41

            Ýsa                   0,64

            Steinbítur           0,64

            Karfi                  0,61

 

 

           

 

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...