Hæstiréttur - lánastofnanir brutu lög, lánasamningar í íslenskum krónum, óheimilt að binda við gengi erlendra gjaldmiðla - Landssamband smábátaeigenda

Hæstiréttur - lánastofnanir brutu lög, lánasamningar í íslenskum krónum, óheimilt að binda við gengi erlendra gjaldmiðla


 

Dómar Hæstaréttar í dag marka vonandi tímamót í stöðu fjölmargra smábátaeigenda.  Hvorki stjórnvöld né lánastofnanir hafa viljað koma til móts við óskir LS um almenna leiðréttingu á lánum félagsmanna eftir að þau hækkuðu mörg hver um rúm hundrað prósent við efnahagshrunið.  Dómarnir gætu því markað tímamót í gríðarlegum erfiðleikum sem fjölmargir félagsmenn eru í og varðað leið út úr vandanum.

 

Í dómunum kemur fram að deila aðila hafi m.a. snúist um hvort samningur

„væri um skuldbindingu í erlendri mynt eða íslenskum krónum, sem bundnar væru gengi erlendra gjaldmiðla og hvort slík gengistrygging, væri um hana að ræða, væri heimil að lögum.“

 

Á leið dómaranna að niðurstöðu er m.a. komið inn á athugasemdir við frumvarpið sem varð að lögum nr. 38/2001.  Þar segir m.a. í II. kafla dómsins: 

„Þegar mælt var fyrir frumvarpinu á Alþingi kom einnig fram að samkvæmt reglum þess yrðu heimildir til að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla felldar niður, enda eðlilegt, ef menn vildu miða fjárhæð skuldbindingar við erlendan gjaldmiðil, að hann yrði notaður beint.  Í lögskýringargögnum liggur að auki fyrir að við meðferð frumvarpisins á Alþingi gerðu Samtök banka og verðbréfafyrirtækja þær athugasemdir í umsögn að ekki yrði séð hvaða rök væru fyrir því að takmarka heimildir til verðtryggingar í 14. gr. þess við tilteknar vísitölur, en næði frumvarpið fram að ganga yrði eins og eftir þágildandi lögum óheimilt að tengja lánssamninga í íslenskum krónum við erlenda mynt á meðan ekkert bannaði að veita lán beint í erlendu myntinni.“

 

Dómararnir komast að þeirri niðurstöðu að samningurinn

„hafi verið lánssamningur í íslenskum krónum og gengistryggður eftir gengi tiltekinna erlendra gjaldmiðla á gjalddögum hans.“

 

og síðar í III. kafla dómsins: 

Af lögskýringargögnum er ljóst að ætlun löggjafans var að fella niður heimildir til að binda skuldbingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla og heimila einungis að þær yrðu verðtryggðar“.

Lög nr. 38/2001 heimila ekki að lán í íslenskum krónum séu verðtryggð með því að binda þau við gengi erlendra gjaldmiðla.  reglur 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 eru ófrávíkjanlegar, sbr. 2. gr. laganna, og verður því ekki samið um grundvöll verðtryggingar, sem ekki er stoð fyrir í lögum.“

eins og segir í dómi Hæstréttar.

 

 

 

Sjá dómanna í heild:

Nr.   92/2010

Nr. 153/2010


Sjá fyrri umfjöllun LS um málefnið:

Aðalfundur

Lögmæti gengislána

Umfjöllun um dóm Héraðsdóms


Umfjöllun Morgunblaðsins

 

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...