Smábátaeigendur bíða viðbragða lánastofnana - Landssamband smábátaeigenda

Smábátaeigendur bíða viðbragða lánastofnanaFjölmargir smábátaeigendur hafa í dag haft samband við skrifstofu LS og spurst fyrir um rétt sinn á grundvelli dóms Hæstaréttar.  Svörin sem þeir hafa fengið eru skýr, sé lánið í krónum er óheimilt að verðtryggja það með gengi erlendra gjaldmiðla.


Lögmaður sem LS hafði samband við ráðleggur félaginu að bíða átekta með að óska eftir lánasamningum frá félagsmönnum til túlkunar.  Rétt sé að fá fyrst viðbrögð lánastofnana við dómnum og taka ákvörðun í kjölfarið.


Ljóst er að félagsmenn LS eiga gríðarlega mikið undir því að almennar leiðréttingar fáist þannig að höfuðstóll lánanna verði í takt við það sem skuldbindingar voru gerðar um.

 

Viðragða lánastofnana er því beðið með eftirvæntingu.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...