Strandveiðar - metfjöldi útgefinna leyfa - Landssamband smábátaeigenda

Strandveiðar - metfjöldi útgefinna leyfaÚtgefin strandveiðileyfi eru nú orðin fleiri en í fyrra.  Fiskistofa hefur gefið út 625 leyfi en á upphafsári strandveiða voru þau 595. 

Heildarafli strandveiðibáta var í gær kominn yfir tvöþúsund tonn og höfðu bátarnir farið í alls 3.751 sjóferðir eftir þeim afla.  Meðalafli í róðri er því 539 kg.

Helmingur heildaraflans hefur fiskast á svæði A, en þar er nú aðeins eftir að veiða 8% af leyfilegum afla mánaðarins.

 

Sjá nánar, Staða strandveiða.pdf 


Samantektin er unnin upp úr gögnum frá Fiskistofu.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...