Eftirfarandi grein eftir Örn Pálsson birtist í Fiskifréttum 1. júlí sl.:
Þar sem búið er að minnka
flutningsrétt milli ára úr þriðjungi af úthlutuðu aflamarki niður í 10% var
dregin sú ályktun að þúsundir tonna af ýsu mundu ekki nýtast til verðmæta, með
veiðum, á fiskveiðiárinu. 15 þús. tonn óveidd og heimilt að flytja 4 þúsund
tonn yfir á næsta fiskveiðiár.
Ýsukvóti illfáanlegur
Allt yfirstandandi
fiskveiðiár hafa útgerðir krókaaflamarksbáta reynt auka veiðiheimildir sínar í
ýsu með því að leigja úr aflamarkskerfinu. Það hefur gengið illa, þrátt fyrir
að greitt hafi verið þrisvar sinnum hærra verð en á síðasta fiskveiðiári.
Aðeins 1.881 tonn hafa fengist, sem er það minnsta sem flutt hefur verið á
krókaaflamarksbáta síðastliðin 5 fiskveiðiár. Alls hafa krókaaflamarksbátar
aukið veiðiheimildir sínar í ýsu um tæp 20 þúsund tonn á þessum árum. Sundurliðun:
Ýsukvóti
Leiga út aflamarkskerfi
í krókaaflamarkskerfi
Fiskveiðiár |
Tonn |
2005/06 |
5.243 |
2006/07 |
5.293 |
2007/08 |
3.403 |
2008/09 |
3.416 |
2009/10* |
1.811 |
*til 23. júní sl.
Tregða til að leigja frá sér
Á aðalfundi LS í október
sl. gagnrýndi ég tregðu stórútgerðarinnar að leigja frá sér ýsu eins og
undanfarin ár. Af meðfylgjandi tölum að dæma er hægt að álykta að úthlutaður
kvóti til stórútgerðarinnar hafi verið töluvert umfram veiðimöguleika hennar.
Að sjálfsögðu er aldrei á vísan að róa og flestir vonast að sjálfsögðu eftir að
geta nýtt veiðiheimildir sínar með veiðum. Það lá þó nokkuð fyrir að töluvert
erfiðara var fyrir togarana að ná ýsunni heldur en verið hafði árin á undan.
Minna magn virtist vera á ferðinni á þeirra veiðislóð heldur en undanfarin ár.
Í ræðu minni á fundinum
taldi ég eina af ástæðum þessa vera tilraunir kvótamiðlunar til að stýra
markaðinum. Komin var upp kjöraðstaða til þess, þar sem kvótamiðlun
fiskmarkaðanna var skyndilega lokað öllum á óvörum. Frekari vanga veltur um
þetta efni þurftu þó að bíða betri tíma þar sem þær kröfðust töluverðrar
rannsóknarvinnu.
Skoðað undir teppið
Við skrif þessarar greinar
ákvað ég að skoða örlítið undir teppið. Ég rýndi í aflastöðulista fyrir ýsu á
heimasíðu Fiskistofu. Eins og
staða hans var 28. júní sl. kom fram að nokkrar útgerðir eiga eftir gríðarlegt
magn af ýsu sem er langt umfram það sem skip í eigu þeirra hafa flutningsrétt
á. Margar ástæður geta verið fyrir
þessu, auk þess sem hér var nefnt að framan. Nefna mætti til viðbótar
markaðstengdar ástæður tengdar mörkuðum erlendis og markaðslegar í því skyni að
rífa upp leiguverð á ýsukvóta hér heima. Það síðara hefur tekist, um það fyrra
meiri óvissa um og kannski hugarórar einir.
Staðan hjá einstökum útgerðum
Þegar skoðaður var
aflastöðulisti Fiskistofu í ýsu 28. júní sl. kom í ljós að alls voru 8 skip með
flutningsstöðu í ýsu umfram 500 tonn, þ.e. mismunur þess sem flutt hefur verið
til viðkomandi og frá, eins og sést meðfylgjandi töflu.
Aflamark í ýsu
*Tilfærsla til skips
umfram færslur frá skipi
Skip |
Tonn |
Barði NK / SVN |
902 |
Drangavík VE / VSV |
705 |
Sólborg RE / Brim |
590 |
Kristinn ÞH / Vísir |
569 |
Fjölnir SU / Vísir |
535 |
Björgólfur EA / Samherji |
535 |
Þorv. Lár SH / Samherji |
520 |
Sólbakur EA / Brim |
501 |
Í töflunni hér að neðan er
framangreint dregið saman.
Kvótastaða fimm útgerða í
ýsu
28. júní sl. skv. vef Fiskistofu
Útgerðir |
Staða eftir tilfærslu |
Flutnings- réttur |
Ónotað |
Brim |
1.481 |
268 |
1.213 |
Síldarvinnslan |
768 |
97 |
671 |
Vinnslustöðin |
733 |
194 |
538 |
Vísir |
806 |
291 |
515 |
Samherji |
407 |
142 |
265 |
Skellt í lás
Einn af helstu styrkleikum
kvótakerfisins er varðar hagræðingu innan þess er að veiðiheimildir hafa nánast
hindranalaust geta færst milli skipa.
Þar til fyrir rúmu ári var markaðurinn frjáls og nánast án afskipta og
veiðiheimildir fluttust í miklum mæli milli skipa og frá aflamarksskipum til
krókabáta. Á undanförnum árum hafa þannig margir krókabátar getað gert út allt
fiskveiðiárið með því að bæta við sig veiðiheimildum, fá leigt til sín og eins
og fyrr greinir hafa þúsundir tonna flust úr aflamarkskerfinu inn í krókakerfið. Krókabátar hafa þannig getað útvegað
nægan fisk til ferskfiskvinnslanna.
Í lok síðasta fiskveiðiárs
varð breyting á þessu. Þá ákváðu
fiskmarkaðirnir illu heilli að hætta með alla kvótamiðlun, skella í lás. Það kom mörgum á óvart því ekki var álitið
að miðlunin væri baggi á fiskmörkuðunum.
Í kjölfar þessarar
ákvörðunar snéru margir viðskiptavinir sér beint til þeirra sem þeir höfðu
leigt veiðiheimildir af undanfarin ár. Nú brá hins vegar svo við að útgerðin
vísaði til kvótamiðlunar sem LÍÚ stjórnar og stýrir hvort krókaaflamarksbátar
geti bætt við sig veiðiheimildum.
Uppástunga
Að lokum skal hér ítrekuð hugmynd frá
sl. hausti er varðar nýtingu á ýsu.
Ýsa veidd á línu til loka fiskveiðiársins teljist ekki til afla- né
krókaaflamarks. Hámark hvers og eins væri 30% þess magns sem hann veiddi á sl.
fiskveiðiári.
Markmiðið er að nýta útgefinn ýsukvóta
til verðmæta með veiðum og vinnslu.“
Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.