Meira af makríl...en er Rákungur mættur á svæðið? - Landssamband smábátaeigenda

Meira af makríl...en er Rákungur mættur á svæðið?Á hafro.is er að finna frétt undir fyrirsögninni „Hafrannsóknastofnunin óskar eftir upplýsingum um ferðir makríls við landið“.

Þar fer stofnunin fram á að sem flestir sendi inn upplýsingar um ferðir þessa nýjasta nytjafisks við strendur landsins.

Þær fréttir hafa hins vegar kvisast að einhverjir þeirra sem hafa verið að eltast við makríl hafi séð til stærri fisks í vöðunum.  Þar sé hugsanlega um að ræða Atlantic Bonito, eða Rákung, en hann kann vel að meta makríl í flest mál.  Eitt dæmi er um að rákungur hafi veiðst við Ísland en það gerðist í innanverðum Arnarfirði árið 1998. 

Þessi sprettharði fiskur gefur að sögn túnfiski ekkert eftir að bragðgæðum, nema síður sé.  Algeng stærð hans er um 5-6 kg.

Ágætar upplýsingar er að finna á Wikipedia um Rákunginn:

http://en.wikipedia.org/wiki/Atlantic_bonito

Rakungur.jpg
Rákungur (Atlantic Bonito)
  

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...