„Mikilvægi góðrar meðhöndlunar á fiski“ - Landssamband smábátaeigenda

„Mikilvægi góðrar meðhöndlunar á fiski“Er heiti á stórglæsilegum bæklingi sem MATÍS gefur út í samvinnum við Landssamband smábátaeigenda, AVS og Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis.   Bæklingnum er ætlað að auka meðvitund sjómanna á gildi góðrar aflameðferðar.

 

Í upphafsorðum bæklingsins segir:

„Matvælaframleiðsla er ein af mikilvægustu atvinnugreinum okkar Íslendinga.  Sjávarútvegur og fiskvinnsla vega þar þyngst.  Sama grundvallarlögmál gildir í öllum greinum matvælaframleiðslu, það er að gæði afurðanna fara eftir gæðum hráefnisins sem þær eru unnar úr.  Af vondu leðri gjörast ei góðir skór segir í gömlum málshætti þar er ekki hægt að framleiða góða afurð úr lélegu hráefni.“

 

Bæklingurinn, „Mikilvægi góðrar meðhöndlunar á fiski.pdfberst öllum smábátaeigendum í pósti á næstu dögum.
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...