Er metanvæðing smábáta raunhæfur kostur? - Landssamband smábátaeigenda

Er metanvæðing smábáta raunhæfur kostur?


 

„Leggjumst á árarnar“ er heiti verkefnis sem nú hefur verið hleypt af stokkunum og birtist í Útvegsblaðinu.  Greinaflokkurinn, sem Karl Eskill Pálsson hefur umsjón með, mun fjalla um leiðir til að draga úr eldsneytisnotkun íslenska fiskiskipaflotans.    

Í þessari fyrstu grein er m.a. fjallað um rannsóknarvinnu á vegum Metans ehf, sem ætlað er að kanna möguleika á að koma fyrir metangeymum í hefbundnum dagróðrarbáti.   Með því er ætlunin kanna kosti þess og galla að keyra vél bátsins á metani.

 

Útvegsblaðið:   Metanvæðing.pdf

 

   


1 Athugasemdir

Kostirnir við metan sem eldsneyti eru margvíslegir, það getur sparað töluvert í eldsneytiskostnaði og einnig fer betur með vélarnar að keyra þær á gasi.

Til að nefna dæmi um minna slit þá get ég bent á að vél sem keyrð er á gasi heldur smurolíunni "hreinni" mun lengur en vél sem eingöngu er keyrð á brennsluolíu, munurinn er nánast eins og svart og hvítt.

Og eitt sem líka er vert að minnast á er að dísilvélar þurfa alltaf að nota einhverja brennsluolíu ásamt gasinu, það kviknar ekki í gasinu af sjálfdáðum eins og þegar olíunni er brennt. Hugsanlega mun þó einhver búnaður seinna meir gera dísilvélum kleift að brenna gas eingöngu en ég hef ekki ennþá séð slíkt.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...